6 ára strákur frá Sandgerði datt í lukkupottinn
Ólafur Fannar Þórhallsson, 6 ára drengur úr Sandgerði, var aldeilis heppinn þegar hann var dreginn úr lukkupotti í jólaleik Klóa. Hann hlaut fyrsta vinning, Dell Inspiration fartölvu. Fjöldi annarra vinninga voru í jólaleik Klóa og má þar nefna ipod shuffle, bíómiða og snjóbretti.
Ólafur Fannar var að vonum kampakátur með nýju fartölvuna sína og á myndinni fyrir neðan má sjá hann taka á móti verðlaununum.