517 konur hlupu í Reykjanesbæ
– sjáið svipmyndir úr hlaupinu í meðfylgjandi myndskeiði
Alls hlupu 517 konur á öllum aldri í Kvennahlaupi ÍSÍ í Reykjanesbæ í morgun.
Guðbjörg Jónsdóttir, sem er verkefnastjóri hlaupsins í Reykjanesbæ, sagðist í samtali við Víkurfréttir nú áðan mjög ánægð með þátttökuna.
Yngstu þátttakendur voru nokkurra mánaða í vögnum mæðra sinna og elsti þátttakandinn var 86 ára.
Áður en hlaupið var af stað var tekin létt upphitun og svo hlupu konurnar á sínum hraða út í blíðuna en nokkrar vegalengdir voru í boði.
Í meðfylgjandi myndskeiði er viðtal við Guðbjörgu og svipmyndir frá hlaupinu nú áðan.