Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

500 manns á tónleikum í Bláa lóninu
Miðvikudagur 25. júní 2014 kl. 11:42

500 manns á tónleikum í Bláa lóninu

– Fjöldi listamanna kom fram vegna útgáfu Blue Lagoon soundtrack 3

Uppselt var á Jónsmessutónleika Bláa lónsins sem haldnir voru í gærkvöldi, Jónsmessukvöldi. Um 500 manns voru á tónleikunum og stemmningin mikil í lóninu. Svið hafði verið sett upp úti í lóninu og tónlistin ómaði úr öflugu hljóðkerfi á svæðinu.

Fjöldi listamanna kom fram vegna útgáfu Blue Lagoon soundtrack 3. Samstarf Bláa Lónsins og DJ Margeirs á sér langa sögu og er þetta þriðji tónlistardiskurinn sem gefinn er út. Fyrri tveir diskarnir hafa notið mikilla vinsælda og eru í dag ófáanlegir.

Ásamt  DJ Margeir komu fram hljómsveitin Gluteus Maximus með Högna Egilssyni, Daníel Ágúst og Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Einnig rafsveit Ólafs Arnalds og Janusar úr Bloodgroup.  Þá stigu Kiasmos á stokk.

Meðfylgjandi myndir eru frá tónleikunum í gærkvöldi.



















Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024