50 ár síðan Hljómar spiluðu í Krossinum
Hinn 5. október verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Njarðvík. Vart þarf að kynna þessa eina ástsælustu hljómsveit Íslandssögunnar en Hljómar ruddu leiðina fyrir innleiðslu rokktónlistar á Íslandi.
Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma meðal annarra Valdimar Guðmundsson, Stefán Hilmarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ekki er útilokað að gömlu hljómsveitarmeðlimirnir taki lagið.
Hér að neðan má sjá upptöku frá árinu 1967 þar sem Hljómar komu fram í sjónvarpssal.