5. landsmót íslenskra kvennakóra í Reykjanesbæ
3. – 5. maí næstkomandi verður landsmót íslenskra kvennakóra haldið í Reykjanesbæ. Þetta er í fimmta skiptið sem landsmót er haldið og er Kvennakór Suðurnesja gestgjafi í þetta sinn. Áður hafa landsmót verið haldin í Þingeyjarsýslu, Reykjavík, Reykholti og Siglufirði. Alls munu 13 kórar taka þátt í mótinu eða rúmlega fjögur hundruð konur og verður þetta því fjölmennasta mótið sem haldið hefur verið hingað til.
Kórarnir sem taka þátt eru Jórukórinn frá Selfossi, Kvennakór Bolungarvíkur, Kvennakór Garðabæjar, Kvennakór Hafnarfjarðar, Kvennakórinn Ljósbrá frá Hellu, Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík, Kvennakór Reykjavíkur, Kvennakórinn Seljurnar frá Reykjavík, Kvennakór Siglufjarðar, Kvennakór Suðurnesja, Kyrjukórinn frá Þorlákshöfn, Kvennakórinn Ymur frá Akranesi og Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur. Haldnir verða tvennir tónleikar á mótinu, þeir fyrri verða í Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. maí kl. 20:00, og þeir seinni í Íþróttahúsinu við Sunnubraut sunnudaginn 5. maí kl. 14:00. Aðgangseyrir á báða tónleikana verður kr. 500. Einnig munu kórarnir verða í Dráttarbrautinni í Grófinni á laugardag kl. 17:00 og flytja þar nokkur lög og er frítt inn fyrir gesti og gangandi. Á tónleikunum munu kórarnir syngja bæði sér og saman í hópum auk þess sem á sunnudag koma allir kórarnir fram saman í sameiginlegu prógrammi. Þar verður frumflutt mótslag sem samið var sérstaklega fyrir mótið af Sigurði Sævarssyni stjórnanda Kvennakórs Suðurnesja við kvæði eftir Hallgrím Pétursson. Mikið verður því sungið í Reykjanesbæ þessa helgi og eru bæjarbúar og aðrir suðurnesjamenn hvattir til að láta þetta ekki fram hjá sér fara. Mótstjóri á mótinu verður Margrét Bóasdóttir söngkona.
Kórarnir sem taka þátt eru Jórukórinn frá Selfossi, Kvennakór Bolungarvíkur, Kvennakór Garðabæjar, Kvennakór Hafnarfjarðar, Kvennakórinn Ljósbrá frá Hellu, Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík, Kvennakór Reykjavíkur, Kvennakórinn Seljurnar frá Reykjavík, Kvennakór Siglufjarðar, Kvennakór Suðurnesja, Kyrjukórinn frá Þorlákshöfn, Kvennakórinn Ymur frá Akranesi og Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur. Haldnir verða tvennir tónleikar á mótinu, þeir fyrri verða í Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. maí kl. 20:00, og þeir seinni í Íþróttahúsinu við Sunnubraut sunnudaginn 5. maí kl. 14:00. Aðgangseyrir á báða tónleikana verður kr. 500. Einnig munu kórarnir verða í Dráttarbrautinni í Grófinni á laugardag kl. 17:00 og flytja þar nokkur lög og er frítt inn fyrir gesti og gangandi. Á tónleikunum munu kórarnir syngja bæði sér og saman í hópum auk þess sem á sunnudag koma allir kórarnir fram saman í sameiginlegu prógrammi. Þar verður frumflutt mótslag sem samið var sérstaklega fyrir mótið af Sigurði Sævarssyni stjórnanda Kvennakórs Suðurnesja við kvæði eftir Hallgrím Pétursson. Mikið verður því sungið í Reykjanesbæ þessa helgi og eru bæjarbúar og aðrir suðurnesjamenn hvattir til að láta þetta ekki fram hjá sér fara. Mótstjóri á mótinu verður Margrét Bóasdóttir söngkona.