480 Bretar í dagsferð
Dagsferðir til Íslands njóta mikilla vinsælda í Bretlandi þessa dagana. Um 480 Bretar heimsóttu landið síðastliðinn laugardag.
Ferðalengarnir fóru í Bláa lónið, skoðuðu Gunnuhver og Reykjanes. Auk þess var boðið upp á hvalaskoðun. Ferðinni lauk svo í Reykjavík en ferðalangarnir héldu aftur til síns heima seinna um kvöldið. Blaðamaður vf leit við þegar einn hópurinn snæddi hádegisverð í Festi í Grindavík. Ferðamennirnir voru mjög ánægðir með ferðina en margir þeirra höfðu komið hingað áður. Þeim sem blaðamaður talaði við fannst mjög líklegt að þeir myndu leggja leið sína aftur hingað til lands seinna.
Ferðalengarnir fóru í Bláa lónið, skoðuðu Gunnuhver og Reykjanes. Auk þess var boðið upp á hvalaskoðun. Ferðinni lauk svo í Reykjavík en ferðalangarnir héldu aftur til síns heima seinna um kvöldið. Blaðamaður vf leit við þegar einn hópurinn snæddi hádegisverð í Festi í Grindavík. Ferðamennirnir voru mjög ánægðir með ferðina en margir þeirra höfðu komið hingað áður. Þeim sem blaðamaður talaði við fannst mjög líklegt að þeir myndu leggja leið sína aftur hingað til lands seinna.