Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

43 skókassar frá leikskólanum Laut
Fjórir nemendur Lautar með sína skókassa.
Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 08:48

43 skókassar frá leikskólanum Laut

- Jól í skókassa efla vitund um þá sem minna mega sín.

Nemendur og kennarar á leikskólanum Laut í Grindavík örkuðu nýverið til kirkjunnar til að skila af sér Jólum í skókassa. Samtals safnaðist í 43 skókassa ásamt vænni upphæð fyrir sendingarkostnaði. Sagt er frá þessu á vef Grindavíkurbæjar. Með því að vinna þetta verkefni telja þau sig hafa náð að efla samstarf á milli foreldra, nemenda og starfsfólks. Einnig skapaðist tækifæri til að spjalla við börnin um þá sem minna mega sín og hvað við gætum gert þeim til hjálpar. Þau segjast eflaust munu taka þátt aftur að ári.

Lokadagur Jóla í skókassa var 15. desember og víða hafa leikskólar tekið þá venju upp að útbúa gjafir með börnunum og senda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024