400 unglingar á landsmóti Samfés
Hápunktur landsmóts Samfés, sem haldið er á Suðurnesjum, er í dag þegar á fjórða hundruð unglinga af
öllu landinu dreifast í um 20 smiðjur. Í smiðjunum fást þau við mismunandi viðfangsefni.
Smiðjuvinnan hófst kl. 10 í morgun og stendur til kl. 16 í dag.
Í kvöld koma mótsgestir saman i íþróttahúsinu í Garði og snæða hátíðarkvöldverð.
Myndir: Í Fjörheimum var leiklistarsmiðja og önnur smiðja í Grófinna hjá Glerblæstri.
Myndir-VF/IngaSæm