Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 21. apríl 1999 kl. 18:44

400 MANNS Á KARAOKE

400 manns á karaoke Árni Brynjar Hjaltason frá Víkurási fór með sigur af hólmi í Karaokekeppni Suðurnesja 1999 sem lauk í Stapa sl. laugardagskvöld. Sólrún Steinarsdóttir frá Olís varð önnur og Sveinn Sveinsson frá áhöfninni á Enok varð þriðji. Í fyrirtækjakeppninni varð hins vegar Olís í fyrsta sæti, Víkurás í öðru, RH innréttingar í því þriðja og Flugleiðir í fjórða sæti. Karaokekeppni Suðurnesja 1999 þótti takast með miklum ágætum en um 400 manns voru á úrslitakvöldinu sem var allt hið glæsilegasta. Auk karaokesöngs komu skemmtikraftarnir Bjarni Arason og Ragnar Bjarnason fram. Þá var dansað fram undir morgun. Hilmar Bragi ljósmyndari VF var í Stapa með myndavélina og fangaði stemmninguna á filmu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024