Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • 400 manna skötumessa í Garði
  • 400 manna skötumessa í Garði
Fimmtudagur 20. júlí 2017 kl. 11:36

400 manna skötumessa í Garði

Ellefta skötumessan í Garði var haldin í gærkvöldi í Gerðaskóla. Alls mættu 400 manns í veisluna þar sem í boði voru skata og saltfiskur með rófum, kartöflum, hamsatólg og öðru viðbiti.

Skötumessan er fjáröflunarskemmtun en skipuleggjendur veislunnar segjast ekki þurfa taka upp veskið í aðdraganda veislunnar. Af þeim sökum rennur allur aðgangseyrir, auk styrkja frá fyrirtækjum, til góðra málefna.

Að þessu sinni styður skötumessan við krabbameinsjúk börn á Suðurnesjum, skynörvunarherbergi við Öspina í Njarðvíkurskóla, starfsemi eldri borgara á Ásbrú, Skátana í Keflavík, Íþróttafélag fatlaðra NES og Velferðasjóð Suðurnesja.

Á skötumessunni eru ávallt fjölbreytt skemmtiatriði í gamanmálum, söng og tónlist.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá kvöldinu.

Fleiri myndir í Víkurfréttum í næstu viku. VF-myndir: Hilmar Bragi og Páll Ketilsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024