Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

400 lúðrasveitakrakkar í Grindavík um helgina
Fimmtudagur 1. maí 2014 kl. 08:24

400 lúðrasveitakrakkar í Grindavík um helgina

Það verður mikið líf og fjör í Grindavík um helgina en þá fer fram landsmót Skólalúðrasveita (SÍSL) á 40 ára kaupstaðarafmæli bæjarins. SÍSL voru formlega stofnuð 1983 en landsmót skólalúðrasveita má rekja allt til ársins 1969. Lúðrasveit Grindavíkur hefur gefið út sérstakt blað í tilefni mótsins.
 
Í samtökunum eru allar skólahljómsveitir landsins og eru landsmót haldin um það bil annað hvert ár á ýmsum stöðum á landinu. Í skólahljómsveitum eru mörg hundruð börn og því hefur landsmótunum verið skipt niður eftir aldri og getu til þess að fjöldi mótsgesta verði viðráðanlegur. Á landsmóti í Grindavík er gert ráð fyrir um 400 þátttakendum á aldrinum 8 - 12 ára úr A-sveitum landsins.
 
Stjórn SÍSL heldur utan um rekstur landsmótsins í samvinnu við heimamenn á hverjum stað og er Inga Þórðardóttir skólastjóri tónlistarskólans og Inga Björk Runólfsdóttir deildastjóri blástursdeildar tengiliðir SÍSL í Grindavík. Nýstofnað foreldrafélag Tónlistarskólans í Grindavík sem aðstoðar við undirbúninginn.
 
Lagt er upp úr góðu skipulagi og að öll umgengni sé til fyrirmyndar ásamt mikilli samvinnu við foreldrasamfélag og alla sem koma að mótinu.
 
Dagskrá mótsins er í grófum dráttum þannig:
 
Föstudagur
Þátttökusveitir koma á staðinn, koma sér fyrir, æfingar og tónleikar um kvöldið.
 
Laugardagur
Æfingar, sundferðir, afþreyingarferðir, diskótek/skemmtun um kvöldið.
 
Sunnudagur
Æfingar fram að hádegi, síðan tónleikar og mótsslit.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024