400 konur sungu á Kóramóti í Reykjanesbæ
				
				Það var vel sótt fimmta landsmót íslenskra kvennakóra sem haldið var í Reykjanesbæ nú um helgina. Alls voru þrettán kórar víðsvegar af landinu viðstaddir á mótinu. Að sögn Aðalheiðar Gunnarsdóttur þótti mótið takast mjög vel og fengu skipuleggjendur mikið hrós fyrir sitt starf.Vegna veðurs var ekki hægt að syngja í dráttarbrautinni eins og til stóð en tónleikarnir enduðu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut þar sem var þétt setið. Aðstandendur mótsins vildu koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem studdu við bakið á því að mótið færi fram. Meðfylgjandi mynidr voru teknar á mótinu í gær.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				