400 blöðrur til himins og skrúðganga
Myllubakkaskóli í Keflavík fagnaði 50 ára afmæli í dag með því að allir nemendur skólans söfnuðust saman á lóð skólans og sundu afmælissönginn og 400 gasblöðrum var sleppt í tilefni dagsins.Eftir að blöðrunum hafði verið sleppt var farið í skrúðgöngu um bæinn og liðaðist 2-300 metra löng skrúðganga um gamla bæinn í Keflavík. Meðfylgjandi myndir voru teknar við skólann og að skrúðgöngunni í morgun.






