Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

40 börn gerast íbúar Lestrareyju
Þriðjudagur 7. júní 2011 kl. 15:53

40 börn gerast íbúar Lestrareyju

Hátt í 40 börn hafa nú gerst íbúar á Lestrareyju Bókasafnsins en með því að taka þátt í sumarlestrinum í ár geta börn á grunnskólaaldri orðið íbúar Lestrareyjunnar. Sumarlesturinn hófst 1. júní síðastliðinn og stendur til 31. ágúst.

Eins og undanfarin ár býður Bókasafn Reykjanesbæjar börnum upp á sumarlestur. Markmiðið með sumarlestrinum er að hvetja börn til lesturs og hjálpa þeim að gera lestur að lífstíl.

Eins og undanfarin ár koma áhugasöm börn í afgreiðslu safnsins og tilkynna þátttöku. Börnin fá miða til að skrifa nafn sitt og aldur og teikna mynd af sjálfu sér og er miðinn að því loknu staðsettur á eyjunni. Sjóræningjar ógna eyjabúum og með því að vera duglegir að lesa geta íbúarnir búið til varnargarð úr límmiðadoppum sem fást eftir hverja lesna bók. Lesnar bækur eru einnig skráðar í þar til gerða bókaskrá, sem börn barna fengu við slit skólanna en geta einnig fengið í afgreiðslu Bókasafnsins. Börnin fá stimpil í bókaskrána eftir hverja lesna bók og límmiða eins og áður er getið.

Við hvetjum börn til að vera dugleg að hjálpa okkur að búa til varnargarð og foreldra til að aðstoða börnin sín við að velja bækur við hæfi. Með réttri lestraráskorun er lesið til gagns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024