Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

40 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar 10. apríl
Fimmtudagur 23. janúar 2014 kl. 14:18

40 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar 10. apríl

Grindavíkurbær fagnar 40 ára kaupstaðarfmæli fimmtudaginn 10. apríl nk. Verið er að leggja drög að dagskrá þar sem höfðað verður til allra aldurshópa á afmælisdaginn.

Hátíðarfundur verður í bæjarstjórn og afmælishátíð í Hópsskóla. Þá verður íþróttaafmælisfjör í íþróttahúsinu fyrir 3 - 8 ára, diskótek fyrir 4.-6. bekk, skemmtun fyrir 7. -10. bekk og sér skemmtun fyrir 16 ára og eldri ásamt ýmsu fleira.

Fyrirtæki og stofnanir í Grindavík eru hvött til þess að vera með opin hús og uppákomur í tilefni afmælisdagsins 10. apríl.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024