300 manns á Mugison
Tónleikar sem haldnir voru á Ránni sl. fimmtudag voru vel sóttir og alls staðar þétt setið. Hinn þjóðþekkti söngvari, Mugison spilaði fyrir gesti og var þetta hans síðasta „one man show” á Íslandi, eins og hann orðaði það.
Mikil stemning myndaðist meðal áhorfenda og spilaði hann í rúma tvo tíma. Tók hann lög af nýjustu plötu sinni; Mugimama – Is This Monkey Music, en einnig af fyrstu plötunni, Lonely Mountain. Að sögn aðstandenda tónleikanna tókust tónleikarnir mjög vel í alla staði og var Mugison hæstánægður með kvöldið. Sagðist hann endilega vilja koma aftur og spila fyrir Suðurnesjamenn, og þá með hljómsveit.
VF-mynd/VBP