30 metra löng afmælisterta
Fjölbrautaskóli Suðurnesja á afmæli í dag, 11. september og var því fagnað í skólanum nú fyrir hádegið. Í tilefni dagsins var boðið upp á afmælistertu, einni þá lengstu sem um getur enda heilir 30 metrar á lengd. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim þremur áratugum sem skólinn hefur starfað. Í byrjun voru rúmlega 200 nemendur við skólann en í dag eru þeir rúmlega 1200 talsins.
Afmæli skólans ber upp á sama dag og hryðjuverkaárásirnar í BNA fyrir fimm árum var þess minnst á sal skólans þegar nemendur komu þar saman í morgun.
Mynd: Tertan góða náði nánast veggja á milli í sal skólans og bragðaðist með miklum ágætum.
VF-mynd:elg