Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

30 kátir krakkar stigu á stokk
Föstudagur 29. júní 2012 kl. 14:13

30 kátir krakkar stigu á stokk

Listahátíð Listaskólans fór fram með pompi og pragt í Frumleikhúsinu í gærmorgun þegar ríflega 30 kátir krakkar, sem eru í þann mund að ljúka þriggja vikna sumarnámskeiði, stigu á stokk og léku af lífi og sál í tveimur stórskemmtilegum leikritum þar sem helstu persónur ævintýranna höfðu algjörlega ruglast í ríminu og þvældust inn í bandvitlaus ævintýri.

Að sýningu lokinni var gestum boðið á myndlistarsýningu þar sem sýnd voru listaverkin sem krakkarnir hafa unnið að á námskeiðinu og þar var margt sem gladdi augað m.a. myndir af því sem börnin hræðast mest og sjálfsmyndir af þeim ævintýrapersónum sem þau léku í leikritinu. Þá var öllum gestum boðið upp á kaffi og með því.

Krakkarnir stóðu sig í einu orði frábærlega jafnt í myndlist og leiklist og ljóst að hér eru efnilegir listamenn framtíðarinnar á ferðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024