30 Heiðarbúar á alheimsmót skáta
Íslenskir skátar settu svip á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag en vel a fimmta hundrað þeirra voru á leið til Englands á alheimsmót skátahreyfingarinnar, en þar munu mæta 42 þúsund skátar frá 159 þjóðum. 30 keflvískir skátar úr Heiðarbúum voru í hóp íslensku skátanna og var mikil eftirvænting og spenna í hópnum.
William bretaprins setur mótið annað kvöld, svíakonungur og forseti Íslands koma í heimsókn og Filippus eiginmaður bretlandsdrottningar.
Keflvíkingarnir, sem mynda sveit með 10 Reykvíkingum, verða á svæði með skátum frá Brazilíu, Chile, Indlandi, Kenýu, Zambíu, Mongolíu, Spáni, Þýskalandi, Mexíkó svo eitthvað sé nefnt.
Mynd: Heiðarbúar við brottför í flugstöðinni í dag. VF-mynd: elg.
William bretaprins setur mótið annað kvöld, svíakonungur og forseti Íslands koma í heimsókn og Filippus eiginmaður bretlandsdrottningar.
Keflvíkingarnir, sem mynda sveit með 10 Reykvíkingum, verða á svæði með skátum frá Brazilíu, Chile, Indlandi, Kenýu, Zambíu, Mongolíu, Spáni, Þýskalandi, Mexíkó svo eitthvað sé nefnt.
Mynd: Heiðarbúar við brottför í flugstöðinni í dag. VF-mynd: elg.