30 ára afmælistónleikar hjá tónlistarskólanum í Grindavík
Nú í ár eru 30 ár síðan Tónlistarskólinn í Grindavík var stofnaður og hefur hann starfað óslitið þennan tíma. Þann 16. nóvember síðastliðinn voru haldnir afmælistónleikar í Grindavíkurkirkju þar sem fram komu nemendur og kennarar skólans. Samleikur ýmiss konar og samsöngur var mjög áberandi á tónleikunum.Við skólann eru starfræktir tveir barnakórar, yngri og eldri og komu þeir báðir fram. Fjórar hljómsveitir komu fram, tréblásarasextett skipaður flautum og klarínettum, tvær rokkhljómsveitir og hljómsveit kennara. Kennarahljómsveitin lék syrpu úr lögum Sigvalda Kaldalóns gerða af einum kennara skólans, Eiríki Árna Sigtryggssyni, en Sigvaldi Kaldalóns starfaði lengi í Grindavík og er nokkurs konar bæjartónskáld. Tónleikarnir heppnuðust í alla staði vel og voru öllum þáttakendum til sóma.
Þrítugasta starfsár skólans fór glæsilega af stað. Nemendum í einkanámi fjölgaði um 40% milli ára og fjölgun varð í öllum deildum. Fiðlukennsla var tekin upp eftir nokkurt hlé og stofnuð var ryþmísk deild sem miklar vonir eru bundnar við. Auk einkakennslunar er starfræktur forskóli þar sem allir nemendur í 1. og 2. bekk grunnskólans hefja sína tónlistarmenntun. Stefnt er að því öllum árum að koma upp starfhæfri lúðrasveit í framtíðinni. Kórstarf er mjög gróskumikið og mikið í það lagt. Eldri kórinn stefnir að söngferð til Ítalíu næsta vor og sér vart fram úr verkefnum næstu vikurnar.
Þrítugasta starfsár skólans fór glæsilega af stað. Nemendum í einkanámi fjölgaði um 40% milli ára og fjölgun varð í öllum deildum. Fiðlukennsla var tekin upp eftir nokkurt hlé og stofnuð var ryþmísk deild sem miklar vonir eru bundnar við. Auk einkakennslunar er starfræktur forskóli þar sem allir nemendur í 1. og 2. bekk grunnskólans hefja sína tónlistarmenntun. Stefnt er að því öllum árum að koma upp starfhæfri lúðrasveit í framtíðinni. Kórstarf er mjög gróskumikið og mikið í það lagt. Eldri kórinn stefnir að söngferð til Ítalíu næsta vor og sér vart fram úr verkefnum næstu vikurnar.