Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

30 ára afmælislokahóf fótboltans - Haldið í Lava-sal Bláa lónsins
Þriðjudagur 20. september 2011 kl. 12:51

30 ára afmælislokahóf fótboltans - Haldið í Lava-sal Bláa lónsins


Hið árlega lokahóf fótboltans verður haldið laugardaginn 1. október nk. með pompi og prakt í Lava-sal Bláa lónsins, en lokaumferð úrvalsdeildar karla fer fram fyrr um daginn. Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því fyrsta lokahófið var haldið í Festi 1981 verður ýmislegt gert til þess að rifja upp gamla og góða tíma. Lokahóf fótboltans hefur verið hápunktur ársins í skemmtalífi Grindvíkinga og verður svo áfram. Grindvíkingar eru hvattir til þess að standa saman og fjölmenna saman á stæsta ball ársins en miðaverð er aðeins 5.900 kr.

Í boði verður glæsilegt hlaðborð að hætti Bláa lónsins. Veislustjóri að þessu sinni verður Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði. Hljómsveit Ara Jónssonar, Arizona, sér um ballið.
Þá verða fjölbreytt söng- og skemmtiatriði en m.a. standa yfir samningaviðræur við þekkta grindvíska skemmtikrafta um endurkomu aldarinnar en þeir skemmtu mikið á lokahófunum hér á árum áður. Þá verða leikmenn með skemmtiatriði, leikmenn ársins verða krýndir og svo verður ball fram eftir nóttu.

Það er ósk knattspyrnudeildarinnar á þessum tímamótum að bæjarbúar styðji við bakið á fótboltanum í bænum með því að mæta á glæsilegt lokahóf og búa til flotta stemmningu eins og var í Festi hér áður fyrr. Miðarnir fást í Gula húsinu (sími 426 8605) eða hjá stjórnarmönnum knattspyrnudeildar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024