30 ára afmæli Vitans fagnað með fjölskylduhátíð
Í tilefni af 30 ára afmæli Vitans, veitingastaðar í Sandgerði, er Sandgerðingum og viðskiptavinum sínum til afmælisveislu laugardaginn 2. júní milli kl. 14.00 og 17.00. Allt frítt fyrir alla í fjölskyldunni allan daginn en boðið er upp á pylsur, svala, kaffi, súkkulaði crossaint og fleira góðgæti í boði Vitans. Leiktæki fyrir börnin, Hermann Ingi leikur létta músík fyrir afmælis gesti, frumsýning á nýja krabba- og skelfiskdýra sýningarsalnum, Siggi kafari kafar eftir furðudýrum við strendur Sandgerðis, Björgunarsveitinn Sigurvon grillar fyrir afmælisgesti og margt fleira.
Listatorgs stemning
10% afsláttur verður í Listatorgi á öllum vörum, myndlistasýning Svandísar á hársnyrtistofunni Estílo verður opin, 10% afsláttur hjá GK-Leir og Litir og frítt verður í Fræðasetrið.
Ball og gleði fram á rauða nótt
„Eftir alla gleðina yfir daginn þá höldum við áfram með afmæli Vitans og þeir gestir sem koma á milli 21.00 - 24.00 fá drykk og léttar veitingar í boði Vitans og Hermann Ingi mun leika fyrir dansi fram á rauða nótt.
Frítt inn - 20 ára aldurstakmark,“ segir í tilkynningu.