Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

29 nemendur útskrifaðir frá Fisktækniskóla Íslands
Föstudagur 23. desember 2016 kl. 06:00

29 nemendur útskrifaðir frá Fisktækniskóla Íslands

Fisktækniskóli Íslands í Grindavík útskrifaði 29 nemendur frá Fisktækniskóla Íslands nú í desember. Í hópnum voru tíu fisktæknar, ellefu gæðastjórar og átta sem voru útskrifaðir sem Marel-vinnslutæknar. Þetta var í þriðja skipti sem skólinn útskrifar nemendur frá því að námskrá skólans var formlega samþykkt árið 2012 og hafa nú alls um 90 nemendur útskrifast frá skólanum. Auk kennslu til grunnnáms á framhaldsskólastigi og sérnáms hefur námskeiðahald verið stór þáttur í starfsemi skólans á árinu og hafa um 800 starfandi einstaklingar úr sjávarútvegi, fiskeldi og vinnslum af öllu landinu, sótt námskeið á vegum skólans.  

Frá stofnun skólans fyrir nær átta árum hefur verið lögð mikil áhersla á að auk kennslu í Grindavík yrði nám í fisktækni í boði sem víðast á landinu. Að sögn Ólafs Jón Arnbjörnssonar, skólameistara Fisktækniskóla Íslands hafur það markmið náðst enda stunduðu um 60 nemendur nám á þremur stöðum á landinu í góðu samstarfi við framhaldsskóla, símenntunarmiðstöðvar og hagsmunaaðila í sjávarútvegi á hverjum stað nú á haustönn.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú stendur yfir innritun á vorönn og auk tveggja ára grunnáms í Fisktækni og sérnáms í Marel-vinnslutækni og Gæðastjórnun verður í fyrsta skipti boðið upp á nýtt eins árs sérnám í Fiskeldi. Námið er sniðið fyrir þessa vaxandi iðngrein á Íslandi og er unnið í samstarfi við Háskólann á Hólum.