Mannlíf

22 ára á leið á Þjóðhátíð í 15 sinn
Sunnudagur 31. júlí 2016 kl. 07:00

22 ára á leið á Þjóðhátíð í 15 sinn

Keflvíkingurinn Sigfríður Ólafsdóttir, 22 ára leiðbeinandi á leikskólanum Hjallartúni, hefur farið 15 sinnum á Þjóðhátíð. Hvorki meira né minna. Sumarið er hennar uppáhalds tími ársins og nýtur hún þess með ferðalögum og samverustundum með fjölskyldu og vinum. Hún endar svo sumarið með því að skella sér á Þjóðhátíð sem er toppurinn af sumrinu.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég ætla að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Já verslunarmannahelgin 2007, þá var ákveðið að sleppa Þjóðhátíð og fara upp í sumarbústað en á laugardeginum gáfumst við upp og flugum til Eyja.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Það sem einkennir góða verslunarmannahelgi er gott veður og góð stemning í dalnum, það sem er ómissandi er að fara í hvíta tjaldið til Dísu vinkonu hennar mömmu og fá sér samlokurnar hennar.