200 ungmenni á strengjamóti í Reykjanesbæ
Strengjamót þar sem þátt taka nær 200 ungmenni og kennarar hefur staðið yfir alla helgina í Reykjanesbæ í umsjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Æfingar hafa verið í húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Holtaskóla og Íþróttahúsi Keflavíkur. Hefur hópurinn gist á sömu stöðum.Að sögn Haraldar Á. Haraldssonar, skólastjóra Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur allt gengið mjög vel og þátttakendur á mótinu verið mjög ánægðir með aðbúnað og dagskránna.
Auk tónlistaræfinga hafa krakkarnir farið í sund og í gærkvöldi var til að mynda diskótek og kvöldskemmtun. Þá voru tónleikar með hinni kunnu Sigrúnu Eðvaldsdóttur í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Sérstakar strætóferðir voru fyrir þátttakendur á mótinu til að koma auðveldlega á milli staða.
Mótinu lýkur í dag með tónleikum í íþróttahúsinu kl. 14 þar sem allir eru velkomnir. Tónlist frá nemendum tíu tónlistarskóla víðs vegar af landinu mun óma um húsið þar sem körfubolti er yfirleitt fyrirferðarmeiri.
Auk tónlistaræfinga hafa krakkarnir farið í sund og í gærkvöldi var til að mynda diskótek og kvöldskemmtun. Þá voru tónleikar með hinni kunnu Sigrúnu Eðvaldsdóttur í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Sérstakar strætóferðir voru fyrir þátttakendur á mótinu til að koma auðveldlega á milli staða.
Mótinu lýkur í dag með tónleikum í íþróttahúsinu kl. 14 þar sem allir eru velkomnir. Tónlist frá nemendum tíu tónlistarskóla víðs vegar af landinu mun óma um húsið þar sem körfubolti er yfirleitt fyrirferðarmeiri.