200 þúsund kr. söfnuðust á styrktartónleikum
Fullt var út úr dyrum á styrktartónleikum Pakksins á Ránni á fimmtudaginn. Stemningin var róleg og „kósý“ og var almenn ánægja meðal gesta. Rúmlega 200 þúsund krónur söfnuðust til styrktar fjölskyldu Vigdísar Ellertsdóttur, en eins og áður hefur komið fram stríðir sonur hennar, Sigfinnur Pálsson, 15 ára, við krabbamein í lungum og lifur.
Styrkinn afhendu Jóna Friðriksdóttir og Friðjón Einarsson. Dregið var út eitt nafn á tónleikunum, Júlíus Guðmundsson og fékk hann að gjöf málverkið „Einu sinni var“ frá 2007.
Hægt er að sjá fleiri myndir í ljósmyndasafni VF.