Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

200 húsbílar hreiðruðu um sig í Garðinum
Mánudagur 26. ágúst 2013 kl. 14:16

200 húsbílar hreiðruðu um sig í Garðinum

Íbúum í Garði fjölgaði heldur betur um nýliðna helgi. Þá hreiðruðu um 200 húsbílar um sig við íþróttamiðstöðina í Garði og á skólalóðinni. Bílunum 200 fylgdu svo um 400 manns sem tóku þátt í 30 ára afmæli Húsbílafélagsins sem haldið var í íþróttamiðstöðinni á laugardagskvöld.

Í sumar opnaði nýtt tjaldstæði við íþróttamiðstöðina og það fékk því heldur betur eldskírn um helgina. Á vef Sveitarfélagsins Garðs er Húsbílafélaginu þakkað fyrir að velja Garðinn fyrir þennan merka viðburð en jafnframt er húsbílafólkinu hrósað fyrir góða umgengni á svæðinu og í íþróttamiðstöðinni, þar sem afmælishátíðin fór fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndirnar tók Jón Hjálmarsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Garði.