200 börn fengu reiðhjólahjálma
Um 200 sex ára börn í grunnskólum Reykjanesbæjar og Stóru – Vogaskóla fengu í morgun afhenta reiðhjólahjálma frá Kiwanis, Eimskip og Flytjanda. Þessir aðilar hafa síðustu fjögur árin afhent sex ára börnum í grunnskólum landsins 20 þúsund hjálma.
Þessu samstarfsverkefni er ætlað að stuðla að auknu öryggi barna í umferðinni, ekki síst á þessu árstíma þegar flestir eru að taka fram reiðhjólin, hjólabrettin og línuskautana.
Verkefnið hefur mælst afar vel fyrir og stendur til að því verði framhaldið til næstu þriggja ára að minnsta kosti.
Rannsóknir sýna að hjálmur sem er rétt stilltur kemur í veg fyrir áverka á höfði í 85% tilfella hvort heldur um er að ræða árekstur við bifreið eða að barnið detti á hjóli. Flest hjólreiðaslys á börnum verða við fall af reiðhjóli án þess að ökutæki komi þar við sögu. Í slíkum tilfellum dregur hjálmurinn úr högginu ef höfuð barnsins lendir á gangstétt, kantsteini eða öðrum hörðum fleti. Fimm til sex ára börn eru fær um að valda tvíhjóli, en öryggið skiptir öllu máli. Börnin eiga að nota reiðhjólahjálm og mega hjóla á öruggum stöðum þar sem þau er aðskilin frá bílaumferð.
Mynd: Kiwanis félagar afhentu hjálmana í íþróttahúsinu í Njarðvík í morgun. VF-mynd: elg
Fleiri myndir má sjá í ljósmyndasafni VF hér á vefnum.
Þessu samstarfsverkefni er ætlað að stuðla að auknu öryggi barna í umferðinni, ekki síst á þessu árstíma þegar flestir eru að taka fram reiðhjólin, hjólabrettin og línuskautana.
Verkefnið hefur mælst afar vel fyrir og stendur til að því verði framhaldið til næstu þriggja ára að minnsta kosti.
Rannsóknir sýna að hjálmur sem er rétt stilltur kemur í veg fyrir áverka á höfði í 85% tilfella hvort heldur um er að ræða árekstur við bifreið eða að barnið detti á hjóli. Flest hjólreiðaslys á börnum verða við fall af reiðhjóli án þess að ökutæki komi þar við sögu. Í slíkum tilfellum dregur hjálmurinn úr högginu ef höfuð barnsins lendir á gangstétt, kantsteini eða öðrum hörðum fleti. Fimm til sex ára börn eru fær um að valda tvíhjóli, en öryggið skiptir öllu máli. Börnin eiga að nota reiðhjólahjálm og mega hjóla á öruggum stöðum þar sem þau er aðskilin frá bílaumferð.
Mynd: Kiwanis félagar afhentu hjálmana í íþróttahúsinu í Njarðvík í morgun. VF-mynd: elg
Fleiri myndir má sjá í ljósmyndasafni VF hér á vefnum.