Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

20 ára afmælistónleikar Eldeyjar - kórs FEBS
Mánudagur 10. október 2011 kl. 09:18

20 ára afmælistónleikar Eldeyjar - kórs FEBS

Eldey, kór Félags Eldri Borgara á Suðurnesjum, var stofnaður 17 september 1991 og er því 20 ára um þessar mundir. Kórinn heldur því afmælistónleika i Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 13 október sem hefjast kl.17.00. Félag eldri borgara hefur alltaft verið öflugur bakhjarl kórsins þar sem sjálfboðavinna hefur ekki hrokkið til.

Kórinn hefur verið svo lánssamur að hafa haft frábæra kórstjóra í starfi og núverandi stjórnandi síðan haustið 2008 er Hannes Baldursson. Einsöngvari með kórnum er Guðmundur Sigurðsson.

Í kórstarfinu ber hæst samstarf fimm kóra eldri borgara sem hefur staðið síðan 1993. Samstarfið felst í vortónleikum, kóramótum sem haldin eru á víxl í í viðkomandi heimabyggðumkóranna.

Vorið 2012 mun mótið verða haldið í Reykjanesbæ.

Eldeyjarkórinn hefur nokkrum sinnum efnt til tónleika á eigin vegum hér í heimabyggð á Suðurnesjum. Einnig farið til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Vorið 1998 fór kórinn ásamt Hörpukórnum á Selfossi ti l Ítalíu. Einnig hefur kórinn farið skemmti og tónleikaferðir kringum landið og haldið tónleika.

Haustið 2009 fór kórinn í söngferð á slóðir Vestur Íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada sem tókst afbragðsvel í alla staði.
Fastur liður í kórstarfinu hefur alla tíð verið að fara tvisvar á ári, í desember og aftur að vori á elli og hjúkrunarheimilin þrjú hér á Suðurnesjum til syngja fyrir heimilisfólk og starfsmenn.

Að afmælistónleikunum loknum mun kórinn hefja æfingar á jóladagskrá og er öllum þeim sem hafa ánægju af söng bent á að þá er einmitt tilvalið fyrir nýja félaga að slást í hópinn og njóta þeirrar ánægju með okkur sem söngurinn veitir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024