Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

190 börn fengu hjálma
Miðvikudagur 3. maí 2006 kl. 10:26

190 börn fengu hjálma

Við sumarkomu taka margir fram reiðhjólin, hjólabrettin og línuskautana og þá er betra að vera vel varin ef eitthvað fer úrskeiðis.
Um 190 börn úr fyrstu bekkjum grunnskólanna í Reykjanesbæ og Stóru-Vogaskóla ættu að vera með öryggismálin í lagi í sumar en þau fengu glaðning í morgun þegar fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Keili færðu þeim vandaða öryggishjálma að gjöf í íþróttahúsinu í Njarðvík.
Um er að ræða samstarfsverkefni Kiwanis, Eimskips og Flytjanda og er því ætlað að stuðla að auknu öryggi barna á reiðhjólum.

VF-mynd: Ellert Grétarsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024