Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

17. júní: Margt í boði í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 11. júní 2008 kl. 15:08

17. júní: Margt í boði í Reykjanesbæ

Hátíðarhöld á 17. júní verða með hefðbundnum hætti í Reykjanesbæ en framkvæmd þeirra er í höndum Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.
Dagskrá hefst með hátíðarguðsþjónustu í Keflavíkurkirkju kl. 12:30 en að henni lokinni verður farið í skrúðgöngu undir stjórn skáta og lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.


Ýmsar sýningar verða í boði og söfn bæjarins opin. Má þar nefna Listasal, bátasafn Gríms Karlssonar, Bíósal og sýningu Poppminjasafns Íslands í Duushúsum en að auki verður heimili síðasta ábúandans, Jórunnar Jónsdóttur til sýnis í byggðasafninu í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt verður að skoða Stekkjarkot og víkingaskipið Íslending. 

Dagskrá í skrúðgarði hefst kl. 14:00 þegar þjóðfáninn verður dreginn að húni en að þessu sinni hefur það verkefni með höndum Guðrún E. Ólafsdóttir.


Að lokinni formlegri dagskrá tekur við skemmtidagskrá sem stendur fram á kvöld.