Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

17. júní dagskráin í Grindavík
Þriðjudagur 17. júní 2014 kl. 12:09

17. júní dagskráin í Grindavík

Þjóðhátíðardagskráin í Grindavík er umfangsmikil í ár en á meðal nýjunga verður bubblebolti á aðalfótboltavellinum, grindvískt rokk og skemmtun fyrir eldri borgara. Þá verður söngvakeppnin á sínum stað og ýmislegt fleira.

Öll dagskráin hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kl.08:00 Fánar dregnir að húni.
Kl.10:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju.
Ræðumaður: Ásrún Kristinsdóttir deildarstjóri
yngsta stigs Grunnskóla Grindavíkur.
Kór Grindavíkurkirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Einsöngur og dúett: Berta Dröfn Ómarsdóttir og Björg Pétursdóttir.
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Boðið upp á kaffiveitingar eftir messu.

Kl.13:30 Karamelluregn á Landsbankatúninu.
Kl.13:45 Skrúðganga frá Landsbankatúninu að Kvikunni. Gengið niður Ránargötu.

Kl.14:00-16:00 Skemmtidagskrá við Kvikuna
• Setning: Formaður bæjarráðs, Kristín María
Birgisdóttir, flytur ávarp.
• Ávarp fjallkonu: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir.
• Búri og Bína skemmta börnunum.
• Skemmtilegustu barnalögin! Dúettinn Dúbilló með Pálmari Grindvíkingi Guðmundssyni og
Svani Bjarka skemmta börnum á öllum aldri með skemmtilegustu barnalögunum, þar á meðal laginu Skúbbí Dú sem slegið hefur í gegn.
Kl. 15:00 Söngvakeppni 14 ára og yngri.
Forkeppni/æfing verður haldin í Kvennó mánudaginn 16. júní kl 18:00, skráning á staðnum.
Vinsamlegast mætið með undirspil á geisladiski, á USB eða í síma.
Umsjón keppninnar: Pálmar Örn Guðmundsson.

• Hoppukastalar á hátíðarsvæðinu.
• Arctic Horses leyfa börnum að fara á hestbak frá kl. 14:30-16:30.
• Kynnir: Siggeir Fannar Ævarsson.
• Slysavarnarsveitin Þórkatla verður með kaffisölu í Kvikunni. Einnig verður sala á ýmsu góðgæti, blöðrum og fánum.

Kl. 16:00-17:00 Grindvík rokkar! Tónleikar við Kvikuna
Ungt grindvískt tónlistarfólk; rapparar og hljómsveitir, stíga á stokk á hátíðarsviðinu og spilar og syngur lögin sín, bæði frumsamin og eftir aðra.
Ungt tónlistarfólk sem hefur áhuga að taka þátt í tónleikunum geta skráð sig á netfangið
[email protected], eða í síma 660 7326.
Umsjón: Jóhann Árni Ólafsson, frístundaleiðbeinandi.

Kl. 20:00 Bubblebolti fyrir 14-18 ára á Grindavíkurvelli (aðalvellinum).

Bubblebolti er eins og venjulegur fótbolti þar sem liðið sem skorar flest mörk vinnur. Eini munurinn er að hver og einn leikmaður spilar inni í stórri plastkúlu sem ver líkamann frá höfði niður að hnjám. Fótboltinn verður ennþá skemmtilegri þar sem leikmenn geta klesst á andstæðinginn og velt honum um koll. Ólíkt öðrum íþróttum er hvatt til þess að leikmenn lendi í samstuði! Allt er þetta gert til að komast að fótboltanum og fá frið til að skora mark.

Fyrirkomulag: 5 saman í liði (mega vera 10 í leikmannahóp). 8 lið, skipt í tvo riðla, sigurvegarinn í hvorum liði keppir til úrslita. Leiktími: 1x8 mín.
Skráning liða á netfangið [email protected] eða í síma 660 7326. Átta fyrstu liðin sem skrá sig komast í keppnina.
ATH! Ef blautt er í veðri færist keppnin inn í íþróttahús.

Kl. 20:00 Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds með skemmtun og tónleika á  Sjómannastofunni Vör.

Raggi Bjarna hitar upp fyrir 80 ára afmælishófið sitt í haust. Hann og Toggi í Tempó slá á létta strengi, segja sögur úr bransanum og spila skemmtilega tónlist.
Húsið opnar kl. 19:30.