Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

17. júní 1966 í Keflavík
Föstudagur 2. mars 2012 kl. 09:27

17. júní 1966 í Keflavík

Gamlar myndir frá Suðurnesjum njóta mikilla vinsælda þessa dagana á samfélagsvefnum Facebook. Víkurfréttir birtu í síðustu viku mynd af Þórðarsjoppu við Hafnargötu og vakti sú mynd mikla athygli. Hér er mynd sem Brynjar Jónsson setti inn á „Keflavík og Keflvíkingar“ á Facebook. Myndin er tekin frá Hafnargötu 35 þann 17. júní 1966 og er horft niður eftir götunni. Á þessum tíma var vinstriumferð á Íslandi. Þeir sem eiga gamlar myndir frá Suðurnesjum eru hvattir til að senda þær til Víkurfrétta á póstfangið [email protected] og segja örstutta sögu með myndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024