Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

150 ára afmæli Útskálakirkju fagnað
Fimmtudagur 19. maí 2011 kl. 09:55

150 ára afmæli Útskálakirkju fagnað

Útskálakirkja fagnar 150 ára afmæli um þessar mundir og verður tímamótanna minnst um helgina með dagskrá bæði laugardag og sunnudag. Biskup Íslands mun þjóna fyrir altari á sunnudag í Útskálakirkju, auk þess sem boðið verður til afmælishátíðar í Miðgarði. Á laugardag er hins vegar Útskáladagurinn og þá verður m.a. boðið upp á vöfflur að Útskálum. Dagskrá helgarinnar er hér að neðan. Nánar verður fjallað um afmæli Útskálakirkju í næsta blaði og birt viðtal við séra Sigurð Grétar Sigurðsson Útskálaprest.



Föstudagurinn 20. maí

18:30 Garðakórinn, kór aldraðra úr Garðabæ, heldur stutta tónleika í Útskálakirkju. Kórinn er á ferðinni um Suðurnes og heimsækir Útskála í tilefni afmælisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Laugardagur 21. maí - Útskáladagurinn

09:30 Rútuferð frá Útskálum að Keflavíkurkirkju og Hvalsneskirkju.
10:00 Gönguferð fré Hvalsneskirkju að Útskálakirkju. Leiðsögumaður Reynir Sveinsson.
10:00 Gönguferð fré Keflavíkurkirkju að Útskálakirkju. Leiðsögumaður Sr. Sigfús B. Ingvason
12:30 - 13:00 Göngumenn koma að Útskálum. Vöfflukaffi í Útskálahúsinu.
12:00 - 17:00 Myndasýning í Útskálahúsinu . Málverk, ljósmyndir og videó af Útskálum frá ólíkum tíma eftir ýmsa listamenn. Ýmsir munir einnig til sýnis.


Sunnudagur 22. maí - Afmælishátíðin
11:00 Messa í Útskálakirkju. Útvarpað á Rás 1 Félagar úr kórnum Útskála- og Hvalsnessókna syngja. Barnakór Garðs syngur undir stjórn Vitor Hugo Euginio, trompetleikur Áki Ásgeirsson, organisti og kórstjóri er Steinar Guðmundsson. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt Hr. Karli Sigurbjörnssyni biskubi Íslands. Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur les ritningarlestra.


12:00 Veitingar og fjölskylduvæn hátíðardagskrá í Miðgarði, sal Gerðaskóla. Meðal dagskráliða er sýning 4. bekkinga á söngleiknum Síðustu dagar Jesú í leikstjórn Önnu Elísabetar Gestsdóttur og Erlu Ásmundsdóttur. Tónlistaratriði verður frá tónlistarskólanum. Barnakór Garðs syngur og sr. Gunnar Kristjánsson og hr. Karl Sigurbjörnsson flytja ávarp. Kynnir er Jón Hjálmarsson.


10:00 - 11:00 og 14:00 - 17:00 myndasýning opin í Útskálahúsinu.