14 ára strákur að nafni Grétar Ágúst Agnarsson hefur heldur betur verið að gera það gott á myndbandsvefnum youtube.com að undanförnu. Hann sendi frá sér skemmtilegt myndband þar sem hann gerir nýja útgáfu af Coca- Cola laginu en gosdrykkurinn sjálfur kemur við sögu í laginu.