13 ára opnar myndlistarsýningu í Garði
Þrettán ára myndlistarmaður úr Garðinum, Víglundur Guðmundsson tekur þátt í samsýningu listamanna á Sólseturshátíð í Garðinum sem hófst í vikunni.
Víglundur sýnir ásamt fleiri listamönnum verk sín. Sýningin fer fram í salnum við hliðina á bæjarskrifstofunni í Garði og verður opnuð kl. 17 í dag, fimmtudag.
Dagskrá Sólseturshátíðarinnar hófst á rólegum nótum í upphafi vikunnar en þungi hennar eykst þegar líður nú að helginni. Í dag opnaði einnig kvikmynda- og ljósmyndasýning í Sjólyst, hverfamót verður í fótbolta og skemmtiganga með Reyni Sveinssyni í kvöld frá Þekkingasetri Sangerði. Dagskráin verður síðan mjög fjölbreytt um helgina.