Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

124 bækur lesnar á 24 dögum
Föstudagur 25. júní 2004 kl. 14:52

124 bækur lesnar á 24 dögum

Alls hafa 124 bækur verið lesnar á þeim 24 dögum sem liðnir eru frá að Sumarlestur hófst á Bókasafni Reykjanesbæjar. Enn er hægt að skrá sig til þátttöku í Sumarlestri en hann verður út ágúst.

1. júní s.l. hófst Sumarlestur á bókasafninu og er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á Sumarlestur með þessu sniði.
Mjög góð þátttaka hefur verið í sumarlestrinum og má því segja að hann hafi fengið frábærar viðtökur.

Sumarlesturinn er einstaklingskeppni og er fyrirkomulag hans með þeim hætti að hver sá sem vill taka þátt fær í upphafi bókaskrá, þar sem allar lesnar bækur eru skráðar, og veglegt bókamerki. Lesandinn fær síðan umsagnarblað með hverri bók sem hann tekur og til þess að fá stimpil í bókaskrána fyrir hverja lesna bók verður hann að skila inn stuttri umsögn um hana. Eftir hverjar 3 lesnar bækur fær þátttakandinn viðurkenningu.

Öllum umsögnum er safnað á vef bókasafnsins og þar geta þátttakendur séð hvað aðrir Sumarlestursormar eru að lesa (umsagnir). Þegar þessi frétt er skrifuð hefur 124 umsögnum verið skilað inn og flestar þeirra eru nú komnar á vefinn.

Samstarfsaðili bókasafnsins í Sumarlestrinum er Nýja bíó Keflavík, segir á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024