Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 22. september 2008 kl. 13:32

12 sporin: Andlegt ferðalag

Boðið verður upp á Tólf spora starf í Keflavíkurkirkju í vetur.
Fjöldi einstaklinga hafa farið í gegnum þessi spor á umliðnum árum og aukið með því lífsgæði sín. Við hvetjum ykkur til að koma og kynna ykkur þetta samfélag sem opnað hefur mörgum nýja sýn á lífið. Kynningarfundur verður 30. september. Þar gefst tækifæri til að kynna sér hvernig Tólf spora ferðalagið er leitt í kirkjunni.

Fundirnir verða vikulega á þriðjudögum kl. 19:00 til 21:00 og er farið yfir kynningarefnið á fyrstu fjórum fundunum en á fjórða fundi er hópunum lokað. Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta námskeið þeim að kostnaðarlausu utan þess að þeir þurfa að greiða fyrir vinnubók sem kostar kr. 3.000.-. Upplýsingar um Tólf spora námskeiðið veitir: María Hauksdóttir í símum 864-5436 og 421-5181 og einnig starfsfólk Kirkjulundar í
síma 420-4300

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024