110 árum fagnað hjá slökkviliðinu
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fagnaði 110 ára afmæli síðasta laugardag með því að bjóða Suðurnesjafólki í opið hús í nýrri slökkvistöð í Reykjanesbæ. Það er óhætt að segja að fólk tók vel í boðið og fjölmennti á slökkvistöðina þar sem til sýnis voru tæki og tól slökkvi- og sjúkraliðs. Meðal annars var hægt að skoða búnað til hjartahnoðs og slökkviliðið sýndi nýtt torfærutæki á sex hjólum sem ætlað er til að slökkva gróðurelda. Brunavarnir Suðurnesja vilja nota tækifærið og þakka öllum sem lögðu leið sína á slökkvistöðina á afmælisdaginn.