Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

1000 gestir á handverkssýningu
Föstudagur 26. september 2008 kl. 15:04

1000 gestir á handverkssýningu

1000 gestir mættu á handverkssýningu eldri borgara á Nesvöllum í Reykjanesbæ vikuna 14. - 19. september. Gestir komu víðsvegar að og vakti sýningin mikla lukku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhanna Arngrímsdóttir, forstöðumaður Tómstundastarfs eldri borgara, sagði bæjarbúa vera duglega að skoða sýninguna en einnig komu góðir gestir frá félagsmiðstöðvum í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Grindavík og Reykjavík.

Það voru 87 manns sem tóku þátt í sýninguni og voru karlarnir aðallega að sýna útskurð sem gerði mikla lukku að sögn Jóhönnu.  Öll handavinna þótti afar vönduð og falleg.

Á meðan á sýningunni stóð voru ýmsar uppákomur s.s. línudans, leikfimisýning, upplestur Birnu Zóphaníasar og Katrín Sigurðardóttir lék píanólög eftir Sigfús Halldórsson.


Af vef Reykjanesbæjar