Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

100 listamenn sýndu í Reykjanesbæ á Ljósanótt
Miðvikudagur 6. september 2006 kl. 17:09

100 listamenn sýndu í Reykjanesbæ á Ljósanótt

Nú er Ljósanótt liðin og þar með hefur myndlistarsýningum í bænum fækkað nokkuð. Talið er að allt að 100 myndlistarmenn hafi komið að sýningum hér og þar í bænum þessa einu helgi og er það vafalítið Íslandsmet, í ekki stærra bæjarfélagi. Þarna voru á ferðinni bæði áhugamenn og atvinnumenn, gestir og heimafólk og á þetta fólk allt þakkir skilið.
 
Við viljum minna fólk á að sýningar á vegum Listasafnsins í Duushúsum eru áfram opnar alla daga frá kl. 13.00-17.30, þ.e. a.s. sýning Steinunnar Marteinsdóttur í Listasalnum og sýningin frá Handverk og hönnun í Bíósalnum.

Einnig er sýningin Project Patterson, sem er samstarfsverkefni Listasafnsins og Suðsuðvesturs opin næstu tvær helgar, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.00-18.00. Sú sýning er í Sundhöllinni við Framnesveg og á Hafnargötu 22 og við viljum ítreka það, að sýningin í Sundhöllinni hæfir ekki viðkvæmum.

Listasafn Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024