Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

1. bekkingar fá sundpoka að gjöf
Föstudagur 2. maí 2008 kl. 13:40

1. bekkingar fá sundpoka að gjöf

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendur í 1. bekk í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar fengu fyrir sumardaginn fyrsta góða gjöf frá Reykjanesbæ í tilefni sumarkomu.

Það voru forláta sundpokar sem eru afhendtr árlega og með þeim fylgir sundferðakort sem er hvatning til hreyfingar. Með því að safna 40 stimplum í kortið geta börnin átt von á skemmtilegum vinningi í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.

Þetta er í þriðja sinn sem sundpokunum er dreift til ungmenna en í upphafi var þeim dreift til allra nemenda í 1. - 10. bekk í Reykjanesbæ við opnun Vatnaveraldar.

Með verkefninu er minnt á sund sem holla afþreyingu og börnin hvött til hreyfingar. Um leið er minnt á að það er frítt í sund fyrir öll börn í Reykjanesbæ.

Mynd og texti/Heimasíða Reykjanesbæjar. -  Frá afhendingu pokanna í 1. bekk Heiðarskóla