Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

0% Suðurnes tekið til starfa í gömlu Grágás
Fimmtudagur 13. september 2012 kl. 11:18

0% Suðurnes tekið til starfa í gömlu Grágás

Fimmtudaginn 23. ágúst hélt 0% Suðurnes stofnfund sinn í Grágás í Keflavík. 0% Suðurnes er klúbbur í 0% hreyfingunni sem eru samtök fyrir ungt fólk á aldrinum 14 - 30 ára sem valið hefur sér lífsstíl án áfengis og annarra vímuefna.

Á stofnfundinum var kosin ný stjórn og er stjórninni ætlað að gera starfsáætlun fyrir klúbbinn og hafa m.a. hitting og viðburðið fjórum sinnum í mánuði til að byrja með.

0% Suðurnes er í Grágás Vallarbraut 14 í Keflavík en þar er hópur fólks sem ætlar að gera gamla Grágásar húsið að flottri félagsmiðstöð fyrir ungt fólk.

0% Suðurnes stóðu fyrir kynnningu starfsins í opnu húsi í Grágás á Ljósanótt.

Margir velunnarar klúbbsins hafa styrkt þau myndarlega meðal annars með fjárstyrkjum eða gjafabréf á hraðlestrarnámskeið og munu styrkirnir nýtast vel.

0% Suðurnes ætlar að hafa samvinnu við æskulýðsstarf á Suðurnesjum, íþróttafélög og fleiri.

Ný stórn 0% 2012-2013: formaður, Helgi Laxdal, ritari, Þorgeir Steingrímsson og gjaldkeri, Ólafur Veigar Jarlsson ásamt meðstjórnendum og varamönnum.

0% Hreyfingin hefur í 3 ár staðið fyrir vikulegum atburðum í Reykjavík þar sem félagsfólk hittist sér til skemmtunar og afþreyingar. Sumarnámskeið ACTIVE evrópusamtakanna var haldið á Úlfljótsvatni í byrjun ágúst og voru hér 250 ungmenni frá 25 þjóðum sem skemmtu sér í viku í vímulausu umhverfi.

„0% hreyfingin sér þörf fyrir því að skapa vímulausa skemmtun fyrir ungt fólk og vill bæta aðstöðu ungs fólk á þeim vettvangi,“ sagði Helgi Laxdal nýkjörinn formaður 0% Suðurnes.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024