Emma Watson fyllti innkaupakörfuna í Nettó í Njarðvík

Hún fyllti innkaupakörfuna og verslaði fyrir tugi þúsunda áður en hún hélt á vit ævintýra á Íslandi en með henni voru karl og kona í för. Að sögn sjónarvotta sveif leikkonan sem lék galdrastelpuna Hermione Granger í Harry Potter myndunum um Nettó búðina eins og í myndunum. Unga fólkið í búðinni kannaðist við hana og einhverjir náðu að fá hana á mynd með sér m.a. þær Kamilla Birta Guðjónsdóttir og Sóldís Linda Bjarkadóttir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Emma er á landinu til að leika í myndinni Noah en tökur hafa staðið yfir frá því í júlí. Fleiri kunnir leikarar eru á Íslandi vegna myndarinnar m.a. Russell Crowe og Jennifer Conelly.