Vortónleikar Vox Felix

Árlegir vortónleikar sönghópsins Vox Felix verða tvennir í ár. Fyrri tónleikarnir verða þann 24. apríl í Keflavíkurkirkju kl. 20. En hópurinn ætlar einnig bjóða upp á tónleika í fyrir utan Suðurnesin í ár en þeir fara fram í  Neskirkju í Reykjavík þann 15. maí kl. 20.

„Eins og síðastliðin ár lofum við auðvitað stuð og stemningu og er lagalistinn með fjölbreyttu sniði. En þar er að finna efni bæði frá íslenskum, erlendum, gömlum og nýjum tónlistarmönnum eins og t.d. Ásgeiri Trausta, Stebba og Eyfa, David Bowie og Queen. Hlökkum mikið til að sjá ykkur öll“, segir í tilkynningu frá hópnum.

Miðasala á tónleikana fer fram í gegnum Facebook síðu hópsins og hjá kórmeðlimum.

Miðaverð á tónleikana er:
2.500 kr. fyrir fullorðna
1.000 kr. fyrir 8-14 ára
Frítt fyrir 7 ára og yngri