Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

,,Þetta kemur alltaf á óvart
Mánudagur 26. maí 2003 kl. 08:35

,,Þetta kemur alltaf á óvart"

Á laugardag var fegurðardrottning Suðurnesja, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, kjörin Ungfrú Ísland 2003 við hátíðlega athöfn á Broadway. Hún er 22 ára háskólanemi á fyrsta ári í læknadeild þar sem hún lærir sjúkraþjálfun. Hún vinnur í Sparisjóðnum í Keflavík í sumar og hefur átt sama kærastann í 7 ár. ,,Þetta kemur alltaf á óvart," svarar Ragnhildur Steinunn aðspurð um árangurinn. ,,Það er aldrei hægt að spá til með úrslitin í svona keppnum. Þetta er mjög afstætt og maður reynir að vera maður sjálfur vonast til þess að vera týpan sem dómnefndin er að leita að."

Ragnhildur hefur ekki tekið þátt í keppni af þessu tagi áður en hefur þó verið boðið að taka þátt á hverju ári síðustu fjögur árin. Hún lét loksins undan þrýstingi og sér líklegast ekki eftir því. ,,Núna er ég orðin 22 ára og búin að mynda mínar skoðanir og sátt við sjálfa mig. Ég hefði ekki viljað fara í þessa keppni yngri. Ég ákvað bara að grípa tækifærið núna."

Kærasti Ragnhildar er knattspyrnumaðurinn Haukur Ingi Guðnason. Hafa þau verið í sambúð frá því að hún var 15 ára. Auk þess að leika knattspyrnu með Fylki leggur hann stund á sálfræðinám í Háskóla Íslands. Í næsta mánuði fer Ragnhildur út í tvær vikur til þess að kynnast hinum stúlkunum sem keppa í Miss Europe næsta september. Enn sem komið er hefur ekki verið ákveðið hvert þær fara. Í öðru sæti í keppninni varð Tinna Alavis og Regína Diljá Jónsdóttir varð í því þriðja.

Vísir.is/Fréttablaðið greindu frá í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024