Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

,,Action-kallinn” í Suðsuðvestur
Þriðjudagur 15. mars 2005 kl. 21:16

,,Action-kallinn” í Suðsuðvestur

,,Action-kallinn” Ásmundur Ásmundsson opnar sýningu í Suðsuðvestri með pompi og prakt nk. laugardag 19. mars kl. 17.00. Ásmundur er fjölhæfur listamaður og kemur sérstaklega frá Berlín, þar sem hann er með vinnustofu, til þess að sýna í nýja sýningarými Reykjanesbæjar. Á sýningunni, sem verður bæði utan húss og innan, er meginþemað pýramídar, steypa og kampavín. Hann ætlar sér að reisa skúlptúr við sjávarsíðuna hjá Duus-húsum, taka ferlið upp á myndband og sýna það innan húss. Í rýminu sjálfu verða auk myndbandsins teikningar og tónlist. Ásmundur opnar sýninguna með ræðu og bíður gestum að gæða sér á veitingum, sem verða í takt við verkið. Allir eru velkomnir á Hafnargötu 22, þar sem Suðsuðvestur er til húsa.

Myndin: Listaverk eftir Ásmund Ásmundsson sem er að finna á vefsíðu listamannsins, http://this.is/ausgot


www.sudsudvestur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024