Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Við ætlum að vinna þessa deild“
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 26. júní 2020 kl. 11:25

„Við ætlum að vinna þessa deild“

– segir Gunnar M. Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir 4:0 sigur á Völsungi

Keflavíkurstúlkur hafa farið vel af stað í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum, þær unnu góðan 4:0 útisigur á Völsungi og unnu Aftureldingu 2:0 í bikarnum. Stelpurnar renna norður á Sauðárkrók í kvöld og leika gegn Tindastóli í Lengjudeildinni. Víkurfréttir áttu létt spjall við Gunnar M. Jónsson, þjálfara Keflvíkinga, eftir leik helgarinnar.

– Þið byrjið vel í deild og bikar, heilt yfir hvernig metur þú frammistöðuna í síðasta leik?

Við erum búin að vinna tvo leiki og halda hreinu þannig að þetta lítur vel út. Svo teflum við fram nýjum leikmanni í næsta leik, Paula Germino Watnick. Hún er bandarísk, sóknarmaður og mjög öflugur liðsauki. Við erum búin að vera að bíða eftir leikheimild sem er loksins komin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

– Væntanlega bullandi sjálfstraust í liðinu, þið ætlið ykkur upp er það ekki?

Já, sjálfstraustið er í lagi og við ætlum að vinna þessa deild.

– Þið farið aftur um næstu helgi norður, núna á Sauðárkrók. Hvert er uppleggið fyrir þann leik?

Við förum í alla leiki til að vinna þá svo við ætlum okkur þrjú stig fyrir norðan. Við erum mikið á norðurlandi núna því við drógumst á móti Þór Akureyri í bikarnum.

Paula Germino Watnick er nýr leikmaður Keflvíkinga og leikur væntanlega sinn fyrsta leik í kvöld.