Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Zoran staðfestir viðræður við Keflavík - Er með Keflavíkurhjarta
Þriðjudagur 4. október 2011 kl. 18:46

Zoran staðfestir viðræður við Keflavík - Er með Keflavíkurhjarta

„Af sjálfsögðu hef ég áhuga á því að taka við liðinu og það er áhugi frá stjórninni líka, ég get ekki leynt því,“ sagði Zoran Ljubicic í samtali við VF nú fyrir stundu. Nú er nýaflokið fundi Zoran með stjórn Keflavíkur en þar voru menn að ræða málin. „Það eru þreifingar í gangi og ég sagði þeim frá mínum hugmyndum og þeir frá sínum. Ég held að ég sé alveg tilbúinn að þjálfa lið í Pepsi-deildinni og finnst gaman að vinna með þessum strákum,“ en Zoran gerði 2. flokk Keflvíkinga að bikarmeisturum á dögunum en hann hefur náð góðum árangri með þá stráka sem eru margir hverjir byrjaðir að leika með meistaraflokki.

„Þetta er auðvitað mikil áskorun og ef að ég verð ráðinn þá verða menn að vera þolinmóðir og sýna okkur stuðning. Ég vill hjálpa til og er með mikið og stórt Keflavíkurhjarta,“ sagði Zoran að lokum en væntanlega verður gegnið frá þessum málum innan skamms.

Mynd: Mun Zoran skrifa undir innan skamms?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024