Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Zlatko ekki með gegn Madeira
Miðvikudagur 14. desember 2005 kl. 21:36

Zlatko ekki með gegn Madeira

Zlatko Gocevski, miðherji Keflavíkurliðsins sem mætir Madeira í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar í körfuknattleik á morgun, verður ekki með félögum sínum vegna vandræða með vegabréf hans. Zlatko er ekki með vegabréfsáritun sem gildir út fyrir Schengen svæðið og mátti því sitja eftir heima.

Víkurfréttir náðu tali af Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflvíkinga, og sagði hann að vissulega myndi þetta þýða röskun á áætlunum hans. "Við erum raunar enn á leiðinni til Madeira þannig að við erum ekki búnir að hugsa þetta til enda, en við verðum að bregðast við og það er sérstaklega varnarleikurinn sem við þurfum að breyta. Við höfum samt fulla trú á okkur og erum fullir af hetjumóð. Við mætum í leikinn til að vinna og sjáum svo hvernig gengur."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024